Í 25 ár hefur Fagus sérhæft sig í hönnun og smíði glæsilegra og fjölbreyttra innréttinga og innihurða. Starfsfólk Fagus hefur ávallt fylgst vel með straumum og stefnum hverju sinni og einnig hefur verið kappkostað að hafa vélakost verksmiðjunnar alltaf fyrsta flokks til að tryggja sem best gæði.
Fagus leggur mikið upp úr góðri þjónustu út allt vinnsluferlið. Fagus sérhannar og teiknar upp innréttingar sé eftir því óskað. Einnig getur viðskiptavinurinn komið með sínar eigin hugmyndir að innréttingu, hvort sem hugmyndin er á byrjunarstigi eða fullmótuð. Fagus teiknar upp innréttingar í þrívídd til þess að viðskiptavinurinn geti betur áttað sig á endanlegri útkomu.
Öll framleiðsla Fagusar er sérsmíði sem þýðir að allur spónn er sérskorin fyrir hverja innréttingu. Ef um innréttingar er að ræða í heilt hús (eldhús, bað, skápar, hurðir) er allur spónn samvalinn.
Fullkominn tækjakostur Fagusar er vel til þess fallinn að leysa flóknustu fræsingar, fellingar, borun og sögun til þess að koma fullsmíðuðum hlut sem best fyrir á þeim stað sem hann er ætlaður. Þar liggur munurinn á stöðluðum innréttingum og sérsmíði.