Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar flutti í nýja skólabyggingu vorið 2014. Byggingin er öll hin glæsilegasta. Fagus sá um að smíða alla skápa, innihurðir og innréttingar. Megináferð var gráblátt og dökkleitt plast þó með einstaka litafbrigðum. Þá var hlynsáferð notuð til að ramma inn fataskápa. Plastið þolir mikið álag og því vel til fallið í byggingu sem þessa til þess að tryggja endingu. Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar er gott dæmi um getu Fagusar til að vinna og klára viðamikil verkefni eins og stór skrifstofuhúsnæði og fjölbýlishús