07 Verkefni

Norðmenn eru ekki minni fagurkerar en nágrannar þeirra í Danmörku og Finnlandi og sætta sig ekki allir við sænska fjöldaframleiðslu. Norðmenn eru tilbúnir til að leita langt í leit að fagmennsku sem uppfyllir þeirra sérkröfur og þó nokkrir þeirra hafa fundið það sem þeir leituðu að í verkum Fagusar. Meðfylgjandi myndir nægja vonandi til að breiða út fagnaðarerindið þ.e. fallega smíði, færni og getu Fagusar til þess að annast þess háttar mál á erlendri grund. Í þesu tilfelli sýna myndirnar sumarhús, teiknað af arkitektinum Guðmundi Jonssyni (www.gudmundurjonsson.no) þar sem bókstaflega allt var sérsmíðað: Innréttingar, hurðir ásamt veggjaskrauti, niðurfellingar í lofti þar sem notaður var sérlituð eik samkvæmt ósk kaupanda í samvinnu við arkitektinn. Þannig náðist þau heildaráhrif sem leitað var eftir.

Comments are closed.