08 Verkefni

Hér er dæmi um eldhúsinnréttingu teiknaða og smíðaða af Fagusi í nýtt og stórt hús í Garðabænum. Um er að ræða mikið og gott vinnusvæði þar sem er rými fyrir stóra skápa og skúffur með fræstum handföngum. Öflugt skúffukerfi er í allri innréttingunni og notagildið haft að leiðarljósi í hvívetna þar sem öllu er haganlega fyrir komið. Efniviður er háglanslakkað MDF í hvítu brotið upp með svartri innfellingu meðfram veggskápum.

Comments are closed.