Ef pælingin er að skipta út eldri innréttingu fyrir nýja þá er Fagus með reynsluna á því sviði. Hjá Fagus er teiknað upp eftir þinni hugmynd eða komið með tillögur sé þess óskað. Unnið er náið með hverjum viðskiptavini og ekki hætt fyrr en settu marki er náð. Hér má sjá dæmi um velheppnaða nýja innréttingu í eldra húsi. Innréttingin, sem fyrir var, var tekin niður ásamt milliveggjum og þannig opnað inn í borðstofuna. Maghony viðurinn fellur vel að dökkri granít borðplötunni og með base-lituðu rýminu. Borðpláss og vinnurými er gott sem og skápapláss jókst mikið við þessar breytingar.