Hér má líta íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi þar sem Fagus sá um smíði á öllum innréttingum og innihurðum. Þetta er gott dæmi þar sem sem hugað er að vandaðri fjöldaframleiðslu fremur en sérsmíði og þess háttar dýrari lausnum. Hvít háglans áferð innréttinganna er brotin upp með fallegri eik (5% hvíttuð). Tímalaust og þægilegt.
Read more
03 Verkefni
Fjölbrautaskóli Mosfellsbæjar flutti í nýja skólabyggingu vorið 2014. Byggingin er öll hin glæsilegasta. Fagus sá um að smíða alla skápa, innihurðir og innréttingar. Megináferð var gráblátt og dökkleitt plast þó með einstaka litafbrigðum. Þá var hlynsáferð notuð til að ramma inn fataskápa. Plastið þolir mikið álag og því vel til fallið í byggingu sem þessa…
Read more
04 Verkefni
Í þessu stílhreina og fallega húsi smellpassa saman eik (5% hvíttuð) og hvít háglanslökkuð áferð. Til að gera langa sögu stutta þá sá Fagus um allt innréttingadæmið - frá innihurðum yfir í yfir í stæði fyrir arinn.
Read more
02 Verkefni
Glæsileg sérsmíðuð eldhúsinnrétting með hvítum háglans einingum á móti olíuborinni eik. Stór bókahilla, sem þekur heilan vegg, dregur fram beinu línurnar í hönnuninni. Þessar beinu línur halda áfram í stórum stofuskenki, loftháum fataskápum og innihurðum heimilisins þar sem rauða eikin nýtur sín vel. Stílhrein og nútímaleg hönnun sem á eftir að standast tískusveiflur.
Read more